Select Page

osteopati.is

Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans.
Ef þú þjáist af bakverk, hálsverk ert með verk eða stífleika í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám) þá gæti osteópatía hentað þér.

Verðskrá

OSTEOPATI.IS MÆLIR MEÐ –

Hólm næring
Þjálfun & næringarþjónusta

Fyrir alla sem vilja skoða vandlega sitt mataræði, bæta það og næra líkamann, svo við verðum hraustari, sterkari, orkumeiri, einbeittari, léttari, þyngri eða hver svo sem markmið okkar eru.

Fyrir alla sem vilja fá ráðleggingar um hreyfingu út frá sínum þörfum og markmiðum. Það sem hentaði okkur einu sinni hentar okkur ekki endilega núna.
Hafðu samband!

Algengar spurningar um osteópatíu

Hvað meðhöndla osteópatar?

Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru:

  • Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
  • Hálsverkir
  • Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
  • Gigtarverkir og vefjagigt
  • Íþróttameiðsl
  • Leiðandi verkir út í hendur eða fætur
  • Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi
  • Bráða sem króníska verki

Osteópatía er fyrir unga sem aldna, íþrótta- og skrifstofufólk.

Tekið af vef osteópatafélags Íslands

Hvernig meðhöndla osteópatar?

Osteópati meðhöndlar svo til einungis með því að beita höndum á liðamót og mjúkvefi viðskiptavinarins með það í huga að endurheimta fyrra heilbrigði, blóðflæði eða óhindruð taugaboð. Til þess eru notaðar margs konar aðferðir svo sem nudd, liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð og hnykkingar auk fjölda annarra.

Það eru einmitt þessar fjölbreyttu aðferðir við greiningu og meðhöndlun sem gera það vert að reyna osteópatíu þótt sjúkraþjálfun eða aðrar aðferðir hafi ekki ráðið bót á vandamálinu. Einnig gefur osteópati ráð um æfingar og breytingar á starfsháttum ef við á til að flýta fyrir árangri.

Tekið af vef osteópatafélags Íslands

Hvað er osteópatía?

Osteópatía er heimspeki er varðar heilsu. Heimspeki þessi tekur mið af því að einstaklingur við góða heilsu geti aðlagað sig að mismunandi álagi og viðhaldið jafnvægi sínu og virkni. Samt sem áður er styrkur hans til að aðlagst áföllum ekki ótakmarkaður og upp geta komið atvik sem líkaminn getur ekki leiðrétt án utanaðkomandi hjálpar. Í þessum tilvikum getur osteópati hjálpað þér. Osteópatar greina og meðhöndla stoðkerfavandamál sem geta skert heilsu og vellíðan.

Osteópatía er vel þekkt fyrir virkni sína gegn verkjum í stoðkerfi, en er einnig gagnleg við fjölda mismunandi einkenna og vandamála í ungabörnum, krökkum og fullorðnum. Osteópatar líta svo á að hvert vandamál sem fólk kemur með sé einstakt og þurfi því að meta hvert vandamál fyrir sig. Með því að nota þrautþjálfað snertiskyn sitt leita þeir upp svæði sem orsaka vandamál. Með því að nota nærgætnar teygjur og liðkanir, sem og að losa um liðamót, vinnur osteópatinn að því að skapa umhverfi í líkamanum sem ýtir undir að líkaminn lækni sig sjálfur.

Meðhöndlunin samanstendur yfirleitt af almennum vöðva- og bandvefsslakandi aðferðum og nákvæmum losunum á liðamót og mjúkvefi (vöðva, sinar og liðbönd). Einnig eru gjarnan gefin ráð um hvað skjólstæðingur getur gert til að hjálpa sér sjálfur. Osteópatía er 4-5 ára háskólanám sem felst í að greina og meðhöndla stoðkerfavandamál. Osteópatía getur hjálpað með flest þau vandamál sem stafa frá stoðkerfi líkamans, hvort sem um er að ræða langtíma- eða bráðavandamál. Osteópatía er löggild heilbrigðisstétt skv. reglugerð 1131/2012.

Tekið af vef osteópatafélags Íslands

Osteopati.is

Suðurlandbraut 48
Heilsuhvoll. 3. Hæð
(Fyrir ofan spilavini)
Hilmar Þór Arnarson

Hilmar Þór Arnarson

Osteópati (M.Ost)

 

Hafðu samband

  • Hilmar Þór Arnarson – Osteopati.is
  • Álftamýri 1-5 (Heilsumiðstöð lífsteinn)
  • Sími: 821 5908
  • hilmar@osteopati.is

Tímapantanir / Skilaboð

14 + 2 =